Jólagjöfin í ár er miði á Landsmót hestamanna 2020!
Fátt gleður hestamanninn meira en að opna jólapakkann og þar leynist miði á Landsmót hestamanna 2020!
Nú geta félagsmenn keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. - 12. júlí 2020 og styrkt um leið félagið okkar. Með því að kaupa í forsölu í gegnum linkinn hér að neðan renna 1.000 kr til hestamannafélagsins.
Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr. Forsölu lýkur 31.12.2019.
https://tix.is/is/specialoffer/cpzalnsa2o75q
Miðaverð í forsölu er 16.900 kr, fullt verð í hliði á mótinu sjálfu er 24.900 kr og því mikill sparnaður að tryggja sér miða strax.
Helgarpassar fara í sölu eftir áramót og munu þeir þá kosta 16.900 kr.
Á Landsmóti hestamanna á Hellu næsta sumar verður boðið uppá frábæra skemmtun, nútímaleg tjaldsvæði, margir af helstu skemmtikröftum landsins munu koma fram, veitingar verða í hávegum hafðar og aðstaðan öll eins og best verður á kosið!
Ef einhverjar spurningar eru varðandi Landsmót hestamanna 2020 þá ekki hika við að hafa samband á landsmot@landsmot.is
Tökum höndum saman – styðjum félagið og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði!