Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 23. mars 2017 - 16:16

Ágætu Sörlafélagar

Haldinn verður kynningarfundur þriðjudaginn 28. mars kl 17 að Norðurhellu 2, 221 Hafnarfirði þar sem kynnt verður nýtt deiliskipulag fyrir Kaldárselsveg sem afmarkast frá Sörlatorgi að Hlíðarþúfum

Sjá nánar hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/kynningarfundur-nytt-deiliskipulag-fyrir-kaldarselsveg-og-asvallabraut

Ykkur til upplýsinga, þá styður bæði Stjórn Sörla og Stjórn Húseigendafélags Hlíðarþúfna þetta skipulag. Erftirfarandi texti er tekinn úr fundargerð Húseigendafélagi Hlíðarþúfna: "Stjórn Húsfélagsins er hlynnt þeirri niðurstöðu sem kynnt verður á kynningarfundinum.Lega fyrirhugaðrar akbrautar hefur lágmarks áhrif á hesthúsabyggðina en á fundi sem stjórn átti með aðilum frá Hafnarfjarðarbæ var lögð á það áhersla að brautin verði afgirt svo að hestar sem kynnu að sleppa úr höndum eigenda sinna yrðu ekki í hættu".

Vonandi sjá felstir sér fært að mæta og standa vörð um þessa tilllögu.