Nú þarf að yfirfara og snyrta allt mótsvæðið okkar - Sörlavelli, því það styttist í félagsmótin og kynbótasýningarnar. Allt verður að vera orðið klárt þegar mótin og sýningarnar hefjast.
Á mánudaginn næsta, 13.maí kl 18:00, ætlum við að byrja og við þurfum eflaust að vera fleiri kvöld í vikunni. Sörli óskar því eftir sjálfboðaliðum í þessa vinnu og eru allir keppendur sérstaklega beðnir um að mæta.
Það er ýmislegt sem þarf að gera, bæði fyrir keppnisvellina og beinu brautina. Við viljum því hvetja alla sem mögulega geta komið að fjölmenna og aðstoða.
Það er búið að fjarlægja dómpallinn sem var notaður við kynbótasýningar. Hann þarfnast endurbóta og smíðaður verður vagn undir hann svo við getum verið með hann hreyfanlegan. Ráðunautar í hrossarækt settu fram kröfu um að hann yrði færður því eftir að brautin var þrengd þá var staðsetning hans orðin of nálægt beinu brautinni. Þessar breytingar varð því að fara í núna fyrir kynbótasýningarnar.
Íþróttamótið okkar verður 18 - 19. maí
Kynbótasýningar dagana 20 - 24. maí
Gæðingakeppnin 30. - 31. maí - 1. júní