Í vetur ætlum við að bjóða upp á kennslu í knapamerkjum 1 2 3 og 4. Á morgun 15. des. munum við opna fyrir skráningu á námskeiðin. Eins og venjulega fer skráning fram á ibh.felog.is . Við viljum benda börnum og unglingum á að knapamerki 1 og 2 verða kennd hvort á eftir öðru í vetur þeir sem skrá sig á bæði námskeiðin geta fengið niðurgreiðslur frá bæjarfélögum og einnig þeir sem skrá sig á knapamerki 3 og 4. Kennari er Friðdóra Friðriksdóttir.
Kennsla hefst mánudaginn 16. janúar.
Þeir sem hafa áhuga á að gefa Knapamerkjanámskeið í jólagjöf er beðnir um að senda póst á sorli@sorli.is og þá er hægt að útbúa gjafabréf.