Nú er opið fyrir skráningu á reiðnámskeið með Sylvíu Sigurbjörnsdóttur. Námskeiðið hefst 5. febrúar og verður kennt á föstudögum frá kl. 14:00-19:00. Um er að ræða einkatíma eða tíma þar sem það eru tveir saman í hóp. Kennt verður í sex skipti. Áhersla verður lögð á hvern hest og knapa fyrir sig.
Verð fyrir einkatíma er: 47.000 kr.
Verð fyrir hóptíma er: 28.000 kr.
Skráning:ibh.felog.is(link is external) Þá er mikilvægt að haka við Samþykkja skilmála.
Eftir að viðkomandi hefur skráð sig inn er þetta nokkuð ljóst. Síðan þarf maður að velja aðildarfélag í okkar tilfelli á að smella á lógóið fyrir IBH og þá koma þau námskeið sem eru í boði.