Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 11. maí 2015 - 16:16

Hin árlega Karlpungaferð hefst á Sörlastöðum miðvikudaginn 13,  maí kl. 19,00,-. (daginn fyrir Uppstigningardag). Farið verður í stuttan reiðtúr með einni áningu. Mæta með einn hest.( þetta er ekki sleppitúr! ). Eftir að menn hafa gengið frá sínum hesti verður hátíðarmatseðill, kótelettur í raspi með tilheyrandi meðlæti. Áríðandi er að allir sem ætla að taka þátt mæti á tilskyldum tíma að Sörlastöðum.

Ferðin er eingöngu fyrir karlkyns Sörlafélaga 20 ára og eldri.

Verð kr. 3500,-

Nefndin