Á sunnudaginn þann 10. desember n.k. verður Kaldárhlaup haldið í tengslum við Hátíð Hamarskotslækjar. Þetta er 10 km. víðavangshlaup frá Kaldárseli niður í miðbæ. Til að tryggja öryggi hlaupara hefur verið sótt um lokun á Kaldárselsvegi frá kl. 13:00. Lokunin stendur yfir í rúml. hálftíma, en þá ættu allir hlauparar að vera komnir framhjá ykkar fyrirtækjum. Brautarvörður er við lokun á veginum þennan tíma. dagskrá Hátíðar Hamarskotslækjar og yfirlit yfir hlaupið má sjá á vefsíðunni hlaup.is
Við biðjum hestamenn um að fara varlega á þessu tíma og taka tillit til hlauparana. Á meðfylgjandi mynd má sjá hlaupaleiðina.