Í dag kveðjum við Sörlamenn dyggan og góðan félaga Jón Björn Hjálmarsson. Hann verður jarðsettur frá Hafnarfjarðarkikju kl 13:00 í dag, mánudaginn 20.janúar 2020.
Jómbi, eins og hann var alltaf kallaður, féll alltof snemma frá eftir hetjulega og harða baráttu við krabbamein. Jómbi var virkur félagsmaður í Hestamannafélaginu Sörla, alltaf mjög áhugasamur og tók þátt í öllum viðburðum hjá félaginu þegar hann kom því við. Hann fór í ófáar sumarferðirnar og félagstúrana og var yfirleitt með fyrstu mönnum þegar kallað var eftir sjálboðaliðum til ýmissa starfa hjá félaginu. Hann starfaði um árabil í stjórn húsfélagsins í Hlíðarþúfum og hann var starfandi í reiðveganefnd nú þegar yfir lauk.
Hugur okkar allra er hjá fjölskyldu og aðstandendum Jómba - Hvíl í fríði kæri vinur.