Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 11. október 2017 - 12:24

Á komandi aðalfundi Sörla 26. október verða að venju veittar viðurkenningar fyrir keppnisárangur. Sörli hefur tekið upp stigagjöf til viðmiðunar við veitingu þessara viðurkenninga að fyrirmynd annara hestamannafélaga. Við hvetjum því knapa og forráðamenn knapa að senda inn upplýsingar um keppnisárangur á netfangið sorli@sorli.is seinasta lagi 22. október.

Hér að neðan eru viðmiðunarreglur við val á knöpum til verðlauna. Stjórn Sörla áskilur sér rétt að horfa einnig til annara þátta við veitingu verðlauna.
Sörli mun veita viðurkenningar fyrir Landsmótssigurvegara, Heimsmeistara, Norðurlandameistara og Íslandsmeistara. Einnig fá þeir viðurkenningar sem lenda í úrslitasætum á þessum mótum.

Þær viðurkenningar sem Sörli mun veita eru eftirfarandi:

  • Íþróttamaður og íþróttakona Sörla
  • Efnilegasta ungmenni Sörla. Þennan titil er einungis hægt að vinna einu sinni.
  • Besti keppnisárangur í barna eða unglingaflokki
  • Áhugasamasti einstaklingurinn í barna og unglingflokki Horft er til áhuga, framfara og til þátttöku hjá viðburðum félagsins, í keppni og námskeiðaþátttöku hjá félaginu. (reiðkennarar og æskulýðsnefnd eru matsmenn á það). Þessa viðurkenningu er eingungis hægt að fá einu sinni.
  • Áhugamaður Sörla


Eftirtalin mót gefa stig:

Landsmót og Heimsmeistarmót gefa alltaf flest stig
Íslandsmót og Norðurlandamót gefa næst flestu stigin

Gæðingakeppni Sörla (Gæðingamót og Gæðingaveisla) Íþróttakeppni Sörla og World Ranking íþróttamót

Stigagjöf:

Íþrótta- og Gæðingakeppni Sörla og WR mót (hver grein, sama stigatafla gildir fyrir áhugamannaflokka).


1. Sæti – 20 stig
2. Sæti – 15 stig
3. Sæti – 10 stig
4. Sæti – 9 stig
5. Sæti - 8 stig
6. Sæti – 7 stig
7. Sæti – 6 stig
8. Sæti – 5 stig
9. Sæti – 4 stig
10. Sæti – 3 stig

Íslandsmót og Norðurlandamót Áhugamannamót Íslands og áhugamannamót Sörla gilda að jöfnu fyrir áhugamenn.

1. Sæti – 40 stig
2. Sæti – 35 stig
3. Sæti – 30 stig
4. Sæti – 25 stig
5. Sæti – 20 stig
6. Sæti – 15 stig
7. Sæti – 10 stig
8. Sæti – 5 stig
9. Sæti – 4 stig
10. Sæti – 3 stig

Landsmót (Gæðingakeppni) Heimsmeistaramót

1. Sæti – 60 stig
2. Sæti – 50 stig
3. Sæti – 45 stig
4. Sæti – 40 stig
5. Sæti – 35 stig
6. Sæti – 30 stig
7. Sæti – 25 stig
8. Sæti – 20 stig
9. Sæti – 15 stig
10. Sæti – 14 stig
11. Sæti – 13 stig
12. Sæti – 12 stig
13. Sæti – 11 stig
14. Sæti – 10 stig
15. Sæti – 9 stig
16. Sæti – 8 stig

Sá sem kemst í milliriðil en ekki úrslit fær 5 stig

Landsmót – tölt og skeið
Fyrir tölt gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti
Fyrir skeið gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti en bara fyrir 5 efstu sætin.

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll