Tilkynning frá formanni skokkhóps Hauka:
Góðan dag,
Mándaginn 10. Júni næstkomandi fer Hvítasunnuhlaup Hauka og Sportís fram í 7. sinn. Hlaupið er um uppland Hafnarfjarðar, á götum og göngustígum eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Hlaupið er ræst kl. 10:00 og eru flestir hlauparar komnir í mark kl. 13:00. Við eigum von á um 400 hlaupurum. Við erum með öfluga brautarvörslu og reiknum með að vera með um 40 starfsmenn vítt og breytt um svæðið. Til að tryggja öryggi allra sem nota svæðið til útivista væri frábært ef þið gætuð upplýst ykkar félagsmenn um þennan viðburð og beðið hestamenn um að vera ekki á þessu svæði rétt á meðan hlaupið fer fram. Væri möguleiki að setja kortið og upplýsingar um hlaupið á facebooksíðu ykkar?
Með von um gott samstarf,
Rannveig Hafberg,
Formaður Skokkhóps Hauka
Nánari upplýsingar um hlaupið má finna á hlaup .is og facebooksíðu hlaupsins: Hvítasunnuhlaup Hauka og Sportis