Birtingardagsetning:
föstudaginn, 8. maí 2015 - 15:47
Frá:
Ágætu Sörlafélagar, laugardaginn 9. maí kl. 10 verður gert hreinsunarátak á félagssvæði Sörla.
Ruslagámar verða í Hlíðarþúfum og við Sörlastaði. Markmiðið með þessum degi er að hreinsa allt rusl bæði við hesthús og í hrauninu umhverfis reiðgötur og reiðvelli. Í lok dagsins verður boðið upp á grillaðar pylsur við Sörlastaði.
Berum virðingu fyrir umhverfi okkar, mætum hress og höfum gaman að þessu. Við vonumst til að sjá sem flesta. Því margar hendur vinna létt verk
Stjórnin.