Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 26. apríl 2017 - 12:55

Í tengslum við hestadaga fjölmenna félagar úr hestamannafélögum á stór-Reykjavíkursvæðinu í hópreið um miðbæjinn, sunnudaginn 30. apríl. Hópreiðin hefst formlega við Hallgrímskirkju kl. 13:00. Riðið verður niður Skólavörðustíg og um Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og inn á Austurvöll. Óskað er eftir þátttakendum í þessa skemmtilegu hópreið. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Kristján í síma: 8202486

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll