Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 13. nóvember 2019 - 16:00
Frá: 

Á komandi Árshátíð og uppskeruhátíð Sörla 22. nóvember 2019 verða veittar viðurkenningar fyrir keppnisárangur og kynbótahross félagsmanna. Farið verður eftir þeim viðmiðunarreglum sem teknar voru fyrir á stjórnarfundi 6. nóvember 2019 og samþykktar af stjórn. Reglurnar verða endurskoðaðar árlega.

Við viljum hvetja knapa og forráðamenn knapa að senda inn upplýsingar um keppnisárangur á netfangið sorli@sorli.is í síðasta lagi mánudaginn 18. nóvember. Eingöngu verða veitt árangursverðlaun fyrir innsend gögn. Sendi knapi ekki inn árangur sinn verður ekki tekið tillit til hans við veitingu verðlauna. Sami keppandi getur ekki hlotið verðlaun bæði í atvinnumannaflokki og áhugamannaflokki. Keppandi er metinn í þeim flokki sem hann oftast keppir. Hafi hann keppt í öðrum flokki koma stig hans í þeirri grein til mats í þeim flokki sem hann oftast keppir.

Hér að neðan eru viðmiðunarreglur ársins 2019 við val á knöpum til verðlauna.

Tekið er mið af úrslitum móta við stigagjöf.

Knapar verða sjálfir að skila inn keppnisárangri sínum til að ávinna sér rétt til verðlauna.

Ræktendur kynbótahrossa skulu einnig senda inn árangur sinna hrossa.

 

Þær viðurkenningar sem Sörli mun veita eru eftirfarandi:

Stigahæsti karl í atvinnumannaflokki

Stigahæsta kona í atvinnumannaflokki

Stigahæsti karl í áhugamannaflokki

Stigahæsta kona í áhugamannaflokki

Stigahæsti knapi ungmenna

Efnilegasta ungmennið – kjörið af stjórn og Æskulýðsnefnd

 

Stigahæsti knapi unglinga

2. sæti að stigum unglinga

3. sæti að stigum unglinga

 

Stigahæsti knapi barna

2. sæti að stigum barna

3. sæti að stigum barna

Áhugasamasta barnið/unglingurinn – kjörið af Æskulýðsnefnd

 

Íþróttamaður og íþóttakona Hestamannafélagsins Sörla – er valið úr ungmennum, áhugamönnum og atvinnumönnum. Íþróttamaður verður sá sem flest stig hlýtur samanlagt út úr stigagjöf, sjá hér að neðan. Sá háttur verður samt viðhafður að verði félagsmaður Heimsmetshafi, Íslandsmetshafi eða Landsmótsmetshafi er hann ótvíræður Íþróttamaður Hestamannafélagsins Sörla óháð stigum.

 

Nefndarbikarinn –  er kjörinn af stjórn félagsins fyrir framúrskarandi störf á starfsárinu.

 

Kynbótahross

Veitt verða verðalun fyrir:

Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktað af Sörlafélaga 4. vetra.

Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélaga 5. vetra.

Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélaga 6. vetra.

Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélaga 7. vetra og eldri.

Einnig verða veitt verðlaun fyrir hæst dæmda hross í kynbótadómi á árinu 2019 ræktuðu af Sörlafélaga.

 

Eftirtalin mót gefa stig:

• Landsmót og Heimsmeistaramót gefa alltaf flest stig

• Íslandsmót, og Norðurlandamót gefa næst flestu stigin. (Áhugamannamót Íslands, Reykjavíkurmeistaramót og Áhugamannamót Spretts)

• Gæðingakeppni Sörla (Gæðingamót og Gæðingaveisla) Íþróttakeppni Sörla og önnur World Ranking íþróttamót sem ekki er getið hér að ofan.

 

Íþrótta- og Gæðingakeppni Sörla og WR mót (hver grein, sama stigatafla gildir fyrir áhugamannaflokka).

1. sæti – 20 stig

2. sæti – 15 stig

3. sæti – 10 stig

4. sæti – 9 stig

5. sæti - 8 stig

6. sæti – 7 stig

7. sæti – 6 stig

8. sæti – 5 stig

9. sæti – 4 stig

10. sæti – 3 stig

 

Íslandsmót og Norðurlandamót, Áhugamannamót Íslands, Reykjavíkurmeistaramót og Áhugamannamót Spretts gilda að jöfnu fyrir áhugamenn.

 1. sæti – 40 stig

 2. sæti – 35 stig

 3. sæti – 30 stig

 4. sæti – 25 stig

 5. sæti – 20 stig

 6. sæti – 15 stig

 7. sæti – 10 stig

 8. sæti – 5 stig

 9. sæti – 4 stig

 10. sæti – 3 stig

 

Landsmót (Gæðingakeppni) og Heimsmeistaramót

1. sæti – 60 stig

 2. sæti – 50 stig

 3. sæti – 45 stig

 4. sæti – 40 stig

 5. sæti – 35 stig

 6. sæti – 30 stig

 7. sæti – 25 stig

 8. sæti – 20 stig

 9. sæti – 15 stig

 10. sæti – 14 stig

 11. sæti – 13 stig

 12. sæti – 12 stig

 13. sæti – 11 stig

 14. sæti – 10 stig

 15. sæti – 9 stig

 16. sæti – 8 stig

 

Landsmót – tölt og skeið

Fyrir tölt gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti en bara fyrir 5 efstu sætin.

 

Skeiðgreinar

1. sæti – 40 stig

2. sæti – 35 stig

3. sæti – 30 stig

4. sæti – 25 stig

5. sæti – 20 stig

 

Mínusstig verða veitt fyrir rauð spjöld sem skráð eru í opinber gögn.

Rautt spjald gefur -10 stig

 

Með því að senda inn árangur sinn þá gefur viðkomandi stjórn heimild til þess að veita upplýsingar um þann árangur sem hann hefur náð.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll