Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 18. maí 2018 - 13:37

Mótanefnd Sörla hefur tekið þá ákvörðun að fresta íþróttamótinu sem halda átti 19. – 21. maí. Eftir samtal við veðurstofu var nokkuð ljóst að ekki viðrar til mótahalds. Gul viðvörun frá veðurstofu er í gildi fram eftir laugardegi og fram á sunnudag.

Mótanefnd mun funda laugardagsmorgun, ráða ráðum sínum og endurmeta stöðuna ef þess er þörf.  Tilkynning um breyttan mótstíma mun vera auglýst strax eftir fundinn. Ef nýr tími mun ekki henta einhverjum keppendum munum við að sjálfsögðu endurgreiða skráningargjöld.

Kveðja

Mótanefndin

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll