Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 24. janúar 2020 - 11:37

Í nóvember síðastliðnum fór LH af stað með verkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa sem kallast Hæfileikamótun LH. Verkefnið verður á ársgrundvelli og er fyrsta skref og undirbúningur fyrir U-21 árs landslið. 

Ungir og hæfileikaríkir knapar viðsvegar af landinu á aldrinum 14-17 ára og gátu sótt um að komast í þennan hóp.

Nú í byrjun árs voru 6 hópar með 48 knöpum valdir til að taka þátt í Hæfileikamótun LH 2020 og í þeim hópi er Sörla stúlkan Sara Dís Snorradóttir.

Við óskum henni innilega til hamingju með að komast í hópinn og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.

Hér er hægt að lesa frekar um valið.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll