Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 1. mars 2016 - 10:15

Við viljum minna á að enn er opið fyrir skráningu á námskeið með Hönnu Rún „Grunnurinn að góðu tölti“ sem hefst 22. mars. Á námskeiðinu verður farið í hvernig hægt er að bæta reiðhesta, gangtegundir þeirra og beislisvinnu.

Kennari er Hanna Rún Ingibergsdóttir sem er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.  Hún hlaut s.l. vor allar viðurkenningar skólans. Hönnu Rún þarf lítt að kynna hefur verið virkur Sörlafélagi til margra ár og áberandi á keppnisbrautinni seinustu ár. Vinnur við tamningar og þjálfun hrossa í Kirkjubæ. 

Námskeiðið mun byrja á sýnikennslu 16. febrúar þar sem farið verður yfir þjálfunaraðferðir með tilliti til ganglags, þ.e. töltþjálfun með tilliti til klárhesta og alhliðahesta. Fyrsti reiðtíminn er einkatími þar sem farið verður yfir hest og knapa og þeirra markmið. Síðan mun Hanna Rún setja tvo og tvo saman sem eru að vinna að svipuðum verkefnum. Í lok námskeiðsins verður aftur einkatími þar sem farið verður yfir hvert framhald hvers nemenda er. Kennt verður einu sinni í viku á þriðjudögum.  Námskeiðið er samtals 8 verklegir tímar. Námskeiðið hefst síðan 22. mars. verð 45.000 kr.

Skráning:ibh.felog.is Þá er mikilvægt að haka við Samþykkja skilmála.

Eftir að viðkomandi hefur skráð sig inn er þetta nokkuð ljóst. Síðan þarf maður að velja aðildarfélag í okkar tilfelli á að smella á lógóið fyrir IBH og þá koma þau námskeið sem eru í boði.

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll