Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 26. maí 2020 - 10:09

Dagskrá kvöldsins.

 19:00 Farið í Reiðtúr út í óvissuna

 Lagt af stað í útreiðatúr  á slaginu 19:00 frá Sörlastöðum.  Einn hestur í þjálfun dugar.

 Stefnt að því að koma til baka upp úr 21:00, fer eftir veðri.

 21:00 Heimsókn til Sörlafélaga

 21:30 Bjórtölt – mýksti bjórgæðingurinn

 KÓTILETTAN.

Lambakótelettur í raspi í miklu magni á Sörlastöðum. Verð kr. 5.000. Matur + 3 bjórar. Verðlaunaafhending Sperrireiðmaðurinn o.fl. Allur ágóði fer í tækjakaupasjóð Sörla.

Skráning fer fram hjá Sörla á sorli@sorli.is og greitt er við komuna í kótilettuveisluna.

Fyrirvarinn er stuttur út af dottlu, en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir kl 12:00, fimmtudaginn 28.maí til að tryggja að enginn fari svangur heim. Lágmarksfjöldi til að viðburðurinn verði haldinn er 70 manns, en síðastliðin ár hefur verið uppselt – Fyrstur kemur fyrstur fær.

Sem fyrr er þetta viðburður sem enginn sannur hestakarl og kótilettuunnandi má láta sig vanta á.

F.h. stjórnar
Siggi kjöt

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll