Af gefnu tilefni er rétt að minna hestamenn í Hlíðarþúfum á að það er alfarið bannað að girða annarstaðar en úthlutað er frá Hlíðarþúfufélaginu. Þeir sem vilja girða skika verða að hafa samband við Sigríði Jónsdóttur í netfangið snerra99@gmail.com sér hún um að úthluta hólfum. Í gildi er samningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Sörla varðandi viðrunarhólf, ef við förum ekki eftir þeim reglum sem gilda er hætta á að samningnum verði rift og þá höfum við engan stað til að beita. Þeir sem hafa girt ofan við Hlíðarþúfur verða að taka þær girðingar niður. Þeir sem girða af svæið utan þess sem úthlutað er eiga það á hættu að girðingarnar verða teknar og þeim hent.