Birtingardagsetning: 
sunnudaginn, 27. desember 2015 - 12:28

Sælir Sörlafélagar og gleðilega hátíð!

Nú líður senn að fyrsta félagsreiðtúr vetrarins, en það er hinn árlegi gamlársdagsreiðtúr sem farinn verður á fimmtudaginn 31. desember kl. 13.00. Að vanda verður lagt í hann frá Sörlastöðum og farinn stuttur hringur. Spáin er okkur hliðholl eins og svo oft áður, og vonumst við í ferðanefnd til að sjá sem flesta :) 

Með Jóla og áramótakveðju, 

ferðanefnd Sörla