Birtingardagsetning: 
sunnudaginn, 23. ágúst 2020 - 10:38

Opna síðsumarsmót Spretts heldur áfram um helgina og í gær, laugardag, var keppt í mörgum greinum og stóð fólkið okkar sig vel eins og venjulega. 

Í Fjórgangi V2 í barnaflokki og Tölti -T3 í ungmennaflokki eigum við Sörlafélagar glæsilegar keppnisstúlkur í efstu sætunum eftir forkeppni. Það eru þær Kolbrún Sif Sindradóttir á merinni Orku frá Stóru-Hildisey sem eru í 1. sæti í Fjórgangi V2 - barna og Katla Sif Snorradóttir og Börkur frá Dýrfinnustöðum sem eru í 1. sæti í Tölti - T3 í ungmennaflokki

Niðurstöður laugardagsins eru glæsilegar

Fjórgangur V2 – Barnaflokkur
1 sæti Kolbrún Sif Sindradóttir og Orka frá Stóru-Hildisey

Fjórgangur V2 – Unglingaflokkur
3 sæti Sara Dís Snorradóttir og Þorsti frá Ytri-Bægisá I

Fjórgangur V2 – Ungmennaflokkur
3 sæti Katla Sif Snorradóttir og Bálkur frá Dýrfinnustöðum
14 sæti Annabella R Sigurðardóttir og Glettingur frá Holtsmúla 1

Fjórgangur V2 – 2. Flokkur
3-4 sæti Inga Kristín Sigurgeirsdóttir og Auður frá Akureyri
8 sæti Iris Dögg Eiðsdóttir og Ylur frá Ási 2

Fjórgangur V2 – 1. Flokkur
6 sæti Kristín Ingólfsdóttir og Ásvar frá Hamrahóli

Tölt T1 – Meistaraflokkur
4 sæti Anna Björk Ólafsdóttir og Flugar frá Morastöðum

 

Tölt T2 – Meistaraflokkur
2 sæti Anna Björk Ólafsdóttir og Eldey frá Hafnarfirði
3 sæti Snorri Dal og Engill frá Ytri-Bægisá I

Tölt T3 – 1. Flokkur
6-8 sæti Kristín Ingólfsdóttir og Ásvar frá Hamrahóli

Tölt T3 – 2. Flokkur
5 sæti Eyjólfur Sigurðsson og Draumur frá Áslandi
6 sæti Eyjólfur Sigurðsson og Ofsi frá Áslandi

Tölt T3 – Ungmennaflokkur
1 sæti Katla Sif Snorradóttir og Bálkur frá Dýrfinnustöðum
6 sæti Aníta Rós Róbertsdóttir og Sólborg frá Sigurvöllum

Tölt T3 – Unglingaflokkur
6 sæti Sara Dís Snorradóttir og Þorsti frá Ytri-Bægisá I

Í dag fara síðan fram úrslit í öllum greinum og við erum spennt að heyra hvernig þau fara. Okkar frábæra fólk er, eins og sjá má, að gera frábæra hluti.

Áfram Sörlafólk!!

Áfram Sörli!!

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll