Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 16. ágúst 2017 - 15:36

Gæðingaveisla Sörla og Íshesta verður haldin dagana 22. til 24. ágúst.  Dagskráin veður seinnipart dagana og fram á kvöld.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:

  • A flokkur  opinn flokkur
  • A flokkur áhugamanna
  • B flokkur opinn flokkur
  • B flokkur áhugamanna
  • Ungmennaflokkur
  • Unglingaflokkur
  • Barnaflokkur
  • T 3 opinn flokkur 1. fl.
  • T3 opinn flokkur 2. fl.
  • T3 21 árs og yngri (skráning á sportfeng: T3 – annað)

Þeir sem ætla að keppa í A eða B flokki áhugamanna skrá sig á sportfeng en verða að senda tölvupóst á sorli@sorli.is þar sem kemur fram að þeir vilji keppa áhugamannaflokki. Þeir sem ekki láta vita í tölvupósti verða sjálfkrafa skráðir í opinn flokk.

Að öðru leyti fer skráning fram á http://www.sportfengur.com/ og er skráning opin til og með 20. ágúst. Skráning er ekki gild nema að staðfesting um greiðslu hafi borist.  Mótanefnd áskilur sér rétt á að fella niður eða sameina flokka ef skráning er dræm.

Mótanefnd Sörla

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll