Nokkuð hefur borið á því að gámur sem er ætlaður fyrir rúlluplast sé notaður undir almennt sorp og jafnvel gamlar skeifur og annað rusl. Það er því rétt að árétta það að gámurinn er eingöngu ætlaður undir rúlluplast. Einnig er algengt að sjá sorppoka liggja eins og hráviði við gáminn þar sem fólk hefur ekki haft fyrir því að setja pokana í hann. Gámurinn er hluti af þeirri aðstöðu sem félagsmenn greiða fyrir með félagsgjöldum sínum og því um að gera að ganga vel um hann. Leyfilegt er að koma með plast í gáminn á virkum dögum en um helgar er bent á Gámavelli í Hafnarfirði sem eru opnir á laugardögum frá 8-16. Höldum félagssvæðinu snyrtilegu og göngum vel um.