Birtingardagsetning: 
sunnudaginn, 14. september 2014 - 10:28
Bókleg knapamerkjakennsla verður í október ef næg þátttaka fæst á hverju stigi fyrir sig.
Knapamerki 1 ­2­ verður kennt á mánudögum og miðvikudögum þrír bóklegir tímar og skriflegt próf
Knapamerki 3 kennt á mánudögum og miðvikudögum 4 bóklegir tímar og skriflegt próf
Knapamerki 4­5 á þriðjudögum og fimmtudögum 5 bóklegir tímar og skriflegt próf.
Þeir sem hafa áhuga endilega senda mér línu fyrir 5.okt. á ss@sorli.is taka þarf fram í hvaða knapamerki viðkomandi ætlar. Þetta er könnun EKKI skráning
Börn 6­13 ára
 
Boðið verður upp á þá nýjung hjá hestamannafélaginu Sörla að börn frá 6 til 13 ára geta nú stundað hestamennsku 1x í viku, á hausmánuðum. Allur búnaður er innifalinn, þ.m.t. aðgangur að hesti og nauðsynlegum búnaði. Kennt verður á fimmtudögum. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Kennarar eru Sigrún Sigurðardóttir, einn reynslumesti reiðkennari landsins, og Þórdís Anna Gylfadóttir, reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Lögð verður áhersla á bóklega kennslu, ásetuæfingar, ýmsa hestaleiki, sýnikennslur o.fl. en ekki almenna reiðkennslu. Skráning fer fram áwww.ibh.felog.is fyrir 1.okt. nk.
Verð kr.18.000. ALLIR VELKOMNIR! Nánari upplýsingar gefa Sigrún s.896­ 1818 og Þórdís s.868­ 7432
 
Þjálfað með Þorra
Þorvaldur Árni verður með 8 tíma námskeið í Sörla í haust. Ef næg þátttaka fæst. Kennt verður tvisvar í viku og hægt að fá einkatíma eða vera tveir og tveir saman. Námskeiðið er byggt upp á þjálfunaraðferðum sem hann notar sjálfur í undirbúningi fyrir næsta ár.