Stjórn Sörla ásamt Gunnari Hallgrímssyni formanni húseigandafélags Hlíðarþúfna fór á fund með skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðarbæjar. Tilefni fundarins voru áhyggjur félagsmanna vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda við Hlíðarþúfur og Ásvallabraut. Sú tillaga sem er núna á borðinu er vegur sem liggur fyrir ofan Hlíðarþúfur og er litaður grænn á uppdrættinum. Blái vegurinn og sá ljósguli sem eru inn á uppdrættinum verða ekki, en dökk guli vegurinn er tenging af Kaldárselsvegi inn í Hlíðarþúfuhverfið. Einnig verður gert ráð fyrir göngum fyrir ríðandi umferð út úr hverfinu inn á reiðgötuna. Áætlað er að vegaframkvæmdir hefjist vorið 2017. Hér fyrir neðan má sjá uppdráttinn í pdf. skjali