Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 5. desember 2014 - 13:23

Frumtamningnámskeið með Hinna - laus pláss - skráningu lýkur  föstudaginn 5.desember

Enn eru pláss laus á frumtamninganámskeiðið hjá Hinriki Sigurðssyni sem hefst á mánudaginn. Reiðhöllin verður lokuð á meðan á námskeiðinu stendur, frá 16-20:30.

 Markmið námskeiðsins er að tryppin séu reiðfær og skilji grunnábendingar.

Kennt verður 8-10-12 15-17 des. 2-3-4 janúar helgi og 9-10-11 janúar einnig helgi.  Fyrstu þrír tímarnir eru einkatímar.  Síðan þjálfa þrír og þrír saman

Kennari:  Hinrik Þór Sigurðsson

Verð kr. 46.000.- (hægt að skipta í 3 greiðslur ef menn vilja)

Skráning: ibh.felog.is(link is external) Þá er mikilvægt að haka við Samþykkja skilmála.

Eftir að viðkomandi hefur skráð sig inn er þetta nokkuð ljóst. Síðan þarf maður að velja aðildarfélag í okkar tilfelli á að smella á lógóið fyrir IBH og þá koma þau námskeið sem eru í boði.