Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 19. mars 2020 - 11:43

 

Á síðasta fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar voru lögð fyrir drög að framkvæmdasamningi og erindisbréfi að skipan framkvæmdanefnar um byggingu nýrrar reiðhallar Sörla.

Bæjarstjóra var á sama fundi falið að kalla forsvarsmenn félagsins til fundar við sig og klára drögin svo hægt væri að leggja þau fyrir á fundi bæjarráðs í næstu viku til staðfestingar.

Við bíðum afar óþreyjufull eftir fundi með bæjarstjóra svo hægt verði að skrifa undir framkvæmdasamninginn og skipan framkvæmdanefnar.

Það er ánægjulegt að vita að bæjaryfirvöld eru að klára undirbúning að þessu mikilvæga og langþráða verkefni með okkur Sörlamönnum. Það er einnig mikilvægt að finna stuðning ÍBH við forgangsröðun um uppbyggingu í þróttamannvirkja í Hafnarfirði, þar sem reiðhöll Sörla er næsta forgangsverkefni, eins og sjá má í bréfi formanns ÍBH sem nýlega var sent á bæjaryfirvöld. Einnig hefur Landssamband Hestamannafélaga sýnt okkur sinn stuðning í verki, eins og sjá má á erindi þeirra til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem hér fylgir líka.

Sörli á ekki von á öðru, núna, en að staðið verði við kosningaloforðin við okkur.

Baráttukveðja
Stjórn Sörla

 

Myndin af reiðhöllinni er ekki af endanlegu útlit, en uppfærð miðað við að áfanga eitt sé lokið.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll