Skràning er í fullum gangi og lýkur á miðnættii!
Sýningin hefst kl.13:00 á laugardaginn 25.febrúar og er dagskráin svo hljóðandi:
- Merfolöld
- Hestfolöld
- Hlé 20 mín
- Uppboð folatolla
Organisti frá Horni, Ljósvaki frá Valstrýtu, Skaginn frá Skipaskaga, Hákon frá Ragnheiðarstöðum, Boði frá Breiðholti
- Úrslit og verðlaunaafhending
Hestar sem unnið hafa folaldasýninguna og hlotið flottan dóm munu koma fram, Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og Kolskeggur frá Kjarnholtum.
Veitingasala verður á staðnum.
Skráningar skal senda á netfangið topphross@gmail.com.
Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
-Nafn folalds, uppruni og IS númer
-Nöfn móður og föður folalds
-Litur
-Eigandi og ræktandi folalds
Skráningargjald fyrir folald er 2.000 kr og skráning er ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist. Greiða skal inn á reikning: 0545-26-3615, kennitala: 640269-6509
Vinsamlegast sendið staðfestingu á netfangið topphross@gmail.com með nafn folalds sem skýringu.
Ekki láta þessa frábæru fjölskylduskemmtun fram hjá ykkur fara.
Hlökkum til að sjá ykkur.