Birtingardagsetning:
miðvikudaginn, 28. maí 2014 - 13:32
Frá:
Það hefur lengi tíðkast hjá Sörla að bjóða upp á flokk unghrossa á gæðingamóti Sörla. Það eru hross sem verða 5 vetra á því ári sem mótið er haldið. Í ár eru það hross sem eru fædd 2009 og eru sjö hross skráð til leiks.
Í þessum flokk, ólíkt öðrum flokkum á gæðingamóti eru nokkur hross saman í holli, mest þrjú hross.
Þulur stýrir og er riðið skv. því sem hann gefur fyrirmæli um. Riðið er:
- Hægt tölt
- Brokk
- Fet
- Stökk
- Frjáls ferð
Dæmt er eftir gæðingaleiðara og er því að auki dæmt fyrir:
- Vilja og geðslag
- Fegurð í reið
Það verður spennandi að fylgjast með þessum hrossum í braut, framtíðarkeppnishross Sörla.