Töluvert er enn af ógreiddum félagsgjöldum í Sörla fyrir árið 2018 og viljum við hvetja þá einstaklinga sem enn hafa ekki borgað kröfuna sína í heimabanka að gera það sem allra fyrst.
Einnig langar okkur að vekja athygli á því hve margir eru að nýta félagsvæðið okkar en eru ekki eru skráðir félagar. Ljóst er að ekki er hægt að skylda fólk til að vera félagsmenn en okkur langar sérstaklega að hvetja það fólk sem nýtir aðstöðu á Sörlasvæðinu til að gerast félagsmenn og styðja þannig við það starf sem viðhaft er. Sú aðstaða sem hér um ræðir felst meðal annars í því að halda utan um ástand reiðvega, keppnisvalla, reiðgerða, reiðhallar auk utanumhalds um námskeið og daglega starfsemi sem okkur félagsmönnum getur oft þótt sjálfsagður hlutur.
Okkur langar að geta þess að allir félagsmenn Sörla hafa forgang á námskeið sem eru haldin á vegum félagsins. Auk þess geta félagar fengið aðgangslykil að reiðhöllinni gegn mjög vægu gjaldi og einnig fá félagsmenn aðgang að Worldfeng. Við viljum eindregið hvetja alla virka reiðmenn á félagssvæði Sörla til að skrá sig í félagið sem fyrst. Að auki langar okkur að fá miklu fleiri börn í félagið þar sem að æskulýðsstarf Sörla er afar skemmtilegt og þroskandi. Við viljum benda foreldrum á að börn greiða ekki félagsgjöld til 18 ára aldurs.
Hjálpumst að við að gera gott félagstarf enn betra.