Stjórn Sörla hefur samþykkt að þeir sem keppa fyrir Sörla á Landsmóti 2014 og framvegis skulu keppa í félagsbúningi þ.e. dökkbláum jakka merktum með merki félagsins.
Þeim sem stefna á Landsmót og að sjálfsögðu öllum þeim sem vilja eignast slíkan félagsjakka er boðið að koma á Sörlastaði til mátunar á jökkum föstudaginn 23.maí frá kl. 17:00-19:00.
Við þurfum að gera heildarpöntun á þessum jökkum þannig að mjög mikilvægt er að allir mæti á föstudaginn.
Þetta er glæsilegur keppnis/félagsjakki og gott tilboð þannig að þeir sem ekki eru endilega að stefna á landsmót en keppa á öðrum mótum eða taka þátt í skrúðreið við hin ýmsu tækifæri eru hvattir til að koma á föstudaginn og máta jakka.
Samningur hefur verið gerður við Ástund um verð og framleiðslu á jökkunum.
Verð á fullorðinsjakka er kr. 36.000
Verð á barna og unglingajökkum er kr. 29.000
Greiða þarf 15.000 kr. staðfestingargjald og rest við afgreiðslu.
Einnig verða þeir örfáu jakkar sem til eru í eigu félagsins seldir félagsmönnum á kr. 10.000, en þeir eru flestir í stærð 176, fyrstir koma fyrstir fá.
Þeir sem hafa undir höndum jakka í eigu félagsins eru beðnir um að gera grein fyrir honum, annaðhvort skila honum inn eða fá hann keyptan