Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 13. desember 2018 - 11:08

Búið er að opna reiðhöllina eftir lagfæringar á reiðhallargólfinu.

Þeir félagar Ásbjörn Helgi Árnason og Kristján Jónsson tóku gamla pinnatætarann sem var alltaf notaður á leirgólfið í reiðhöllinni áður en flísin var sett á gólfið og löguðu hann. Þeir tóku alla pinnana úr sem fyrir voru og settu nýja, lengri, sverari og sterkari pinna í.

Síðan var flísin sem var á gólfinu skafin ofan af, gólfið rifið upp með tætaranum, gamla flísin aftur sett yfir og tætt saman við leirblönduna og að lokum var ný flís sett yfir allt. Battar og veggir voru einnig háþrýstiþvegnir.

Gólfið er að sjálfsögðu dálítið gljúpt núna, en þegar flísin verður búin að setjast betur verður það örugglega mjög gott.

Takk fyrir strákar, þetta gekk ótrúlega vel.

 

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll