Birtingardagsetning:
sunnudaginn, 29. mars 2015 - 12:55
Frá:
Íþróttamót Sörla, sem halda átti 21. - 24 maí samkvæmt útgefinni dagskrá Sörla, verður flýtt um eina viku eða til 14. - 17. maí. Ástæðan er sú að ákveðið var að halda kynbótasýningu á sama tíma og varð því skörun á þessum tveimur viðburðum.
Biðjum við væntanlega keppendur að skrá hjá sér þessa nýju dagsetningu íþróttamóts Sörla.
Með kveðju, Mótanefndin