Vegna persónulegra aðstæðna ákvað Einar Örn Þorkelsson að segja sig frá störfum stjórnar félagsins og formennsku í mótanefnd Sörla. Stjórn þakkar honum hans framlag fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar.
Í ljósi þessara breytinga á mótanefnd félagsins fór stjórn þess á leit við Völku Jónsdóttur að taka að sér að verkstýra Hafnarfjarðarmeistaramóti og gæðingmóti Sörla þetta vorið.
Valka hefur reynslu af þessum störfum og samþykkti að taka þetta verkefni að sér í samvinnu við mótanefnd félagsins. Valka mun sjá um að stýra framkvæmd þessara tveggja móta en tekur ekki að sér formennsku mótanefndar en nýr formaður þeirrar nefndar verður kosin á næsta aðalfundi félagsins eins og lög gera ráð fyrir.