Þar sem veðurfræðingarnir eru að spá rigningu á köflum á morgun hefur nefndin ákveðið að færa fjörið eftir reiðtúr heim að Sörlastöðum. Rúta mun sækja reiðmenn til Krísuvíkur og keyra til Sörlastaða. Þar munu þeir sem taka ætluðu þá í fjörinu innfrá bætast í hópinn á Sörlastöðum.
Fyrirhugað er að ríða af stað frá Sörlastöðum kl 11.00. Þegar komið verður í Krýsuvík mun rúta sækja reiðmenn og keyra heim að Sörlastöðum. Þar er planið að grilla, fara í leiki og hafa "brekkusöng".
Enn er í boði að skrá sig eingöngu í matinn og er þátttökugjaldið í matinn 2000 kr. Frítt er fyrir 14 ára og yngri.
Mjög mikilvægt er að skrá sig svo hægt sé að gera ráð fyrir öllum í mat m.t.t fjölda þátttakenda! Skráning fer fram á netfanginu sorli@sorli.is.
Skráningarfrestur í matinn er til kl 10:00 þann 27. maí.
Látið þetta ekki framhjá ykkur fara!
Hlökkum til að sjá alla!
Með góðri kveðju,
Undirbúningsnefndin