Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 14. apríl 2014 - 20:00
Frá: 
Bikarkeppni LH mun fara fram 23. – 24. apríl næstkomandi í reiðhöllum hestamannafélaganna Fáks og Spretts. 
Fyrri daginn verður forkeppni á báðum stöðum en seinni daginn munu öll úrslit fara fram í nýrri glæsilegri reiðhöll Spretts. Keppt verður í T3, V2 og F2 í fullorðins-, og ungmenna- og unglingaflokki. 
Keppt verður eftir lögum og reglum LH. A-úrslit verða í öllum flokkum og einnig B-úrslit þar sem þátttakendur í forkeppni eru 20 eða fleiri. Sigurvegari hverrar greinar í hverjum flokki hlýtur titilinn Bikarmeistari 2014. 
 
Við leitum að 4 keppendum til að taka þátt í Tölti - T3, Fjórgang - V2 og Fimmgang - V2 í unglingaflokki, ungmennaflokki og fullorðinsflokki.
 
Þeir sem hafa áhuga á að keppa eru beðnir um að senda okkur póst með upplýsingum um nafn, kennitölu, nafn á hesti og IS númer á motanefndsorla@gmail.com í síðasta lagi á miðvikudag 16. apríl nk. Einnig er hægt að hringja í síma 821-4493 og 690-5098.
 
Mótanefndir Sörla og Sóta munu svo velja knapa og hesta sem sækja til að keppa fyrir hönd félagana.
 
Með kveðju
Mótanefndir Sörla og Sóta.