Barna- og pollanámskeiðin hefjast 13. mars n.k. Minnum á að ennþá er opið fyrir skráningu á námskeiðin. Námskeiðin verða haldin síðdegis á sunnudögum.
Barnanámskeið fyrir börn 9-11 ára hefst 13. mars
Kennt verður á sunnudögum sex skipti fyrir hvern hóp. Þetta er námskeið fyrir börn sem hafa verið á náskeiðum áður , geta riðið gangtegundir og hugsanlega keppt í pollaflokki. Farið verður í gangtegundir, ásetu og stjórnun. Riðnar þrautir og margt skemmtilegt.
Kennari er Karen Woodrowe
Byrjenda Pollanámskeið hefst 13. mars
Kennt verður á sunnudögum sex skipti. Þetta eru frábær námskeið fyrir börn sem eru að hefja sinn feril. Byggt upp á leik og skemmtilegheitum. Ætlast er til að foreldrar/aðsandendur aðstoði í tímum.
Kennari er Karen Woodrowe
Pollanámskeið framhald 13. mars
Námskeiðið er kennt á sunnudögum sex skipti. Þetta eru frábær námskeið fyrir börn sem hafa verið á pollanámskeiði áður. Byggt upp á leik og skemmtilegheitum. Þessir tímar eru fyrir börn sem geta riðið ein.
Kennari er Karen Woodrowe
Skráning:ibh.felog.is
Þá er mikilvægt að haka við Samþykkja skilmála.
Eftir að viðkomandi hefur skráð sig inn er þetta nokkuð ljóst. Síðan þarf maður að velja aðildarfélag í okkar tilfelli á að smella á lógóið fyrir IBH og þá koma þau námskeið sem eru í boði.
Rétt er að benda á að þeir sem hafa huga á að sækja þessi námskeið verða að vera Sörlafélagar .Hægt að ganga í félagið með því að senda skráningarbeiðni á sorli@sorli.is Börn og unglingar greiða ekki félagsgjald