Ákveðið hefur verið að bjóða upp á almennt reiðnámskeið ef næg þátttaka fæst Þetta eru einstaklingsmiðað námskeið þar sem tveir knapar eru saman í tíma. Farið verður m.a. yfir ásetu og ábendingar knapa og fimiæfingar kenndar. Auk þess verður farið yfir þau vandamál/verkefni sem hver og einn nemandi glímir við.
Kennari er Þórdís Anna Gylfadóttir útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Auk þess hefur Þórdís kennt reiðmennsku við skólann 2011-2014.
Áætlaðir kennsludagar eru:
- 9/4 eftir kl. 19.00
- 14/4 eftir kl. 19.00
- 23/4 eftir kl. 19.00
- 26/4 eftir kl. 17.00
- 29/4 eftir kl. 17.00
- 3/5 eftir kl. 17.00
Hver tími er 45 mín. 6 skipti. Verð kr. 36.000
Skráning á IBH ef nemendur vilja vera saman í tímum er gott að setja inn ath.þess efnis