Birtingardagsetning: 
sunnudaginn, 21. febrúar 2021 - 8:28

Annað mót Áhugamannadeildar Equsana fór fram 18. febrúar. Keppt var í fimmgangi og aftur mátti sjá nokkra Sörlafélaga í keppninni.

Sörlafélaginn okkar, Kristín Ingólfsdóttir, er komin í hörkuform og náði aftur inn í úrslit. Hún og Tónn frá Breiðholti í Flóa enduðu með miklum glæsibrag í 5. sæti. Innilega til hamingju!  Kristín keppir fyrir lið Vagna og þjónustu.

Áfram Sörlafèlagar!

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll