Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 13. febrúar 2019 - 8:47

 

Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin laugardaginn 4. maí næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins.

Hópar ungra hestamanna frá hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu; Fáki, Herði, Mána, Spretti og Sörla sýna fjölbreytt atriði. Sýningin verður nánar auglýst síðar en það er um að gera að taka daginn frá. Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll