Birtingardagsetning:
þriðjudaginn, 10. október 2017 - 13:24
Aðalfundur hestamannafélagsins Sörla verður haldinn fimmtudaginn 26. október kl. 20:00 að Sörlastöðum
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Fjöldi félagsmanna kunngerður og upplýsingar gefnar um fjölgun þeirra eða fækkun.
- Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
- Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.
- Umræður um liði 3 og 4 og atkvæðagreiðsla um reikningana.
- Formenn nefnda leggi fram og skýri skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári.
- Kosning formanns.
- Kosning sex manna í stjórn.
- Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
- Kosning í nefndir, deildir og ráð og skal kjósa formenn sérstaklega. Í lávarðadeild er ekki kosið, sbr. 18. gr.
- Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs.
- Lagabreytingar.
- Önnur mál sem félagið varðar.
Að venju verða íþróttamaður og íþróttakona Sörla heiðruð, ásamt öðrum viðurkenningum.
Vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn.
Stjórn Sörla