Birtingardagsetning:
mánudaginn, 11. janúar 2016 - 14:23
Frá:
Um helgina hélt æskulýðsnefnd Sörla fræðslufund með Daníel Jónssyni. Mæting var ágæt og skemmtileg stemming. Við þetta tækifæri voru Íslandsmeistarar Sörla, þær Annabella R. Sigurðardóttir og Katla Sif Snorradóttir heiðraðar. Þær urðu báðar Íslandsmeistarar í Fimikeppni A. Katla Sif í barnaflokki og Annabella í unglingaflokki. Á myndinni má sjá þær stöllur, Katla Sif lengst til vinstri, þá Annabella og með þeim er Páll Ólafsson formaður Sörla.
Stjórn Sörla óskar stúlkunum til hamingju með árangurinn og hlakkar til að fylgjast með þeim og öðrum Sörla krökkum á nýju ári.