Birtingardagsetning: 
sunnudaginn, 11. maí 2014 - 21:00
Frá: 

 

Í lögum og reglum um keppni á vegum LH 2013-1 er eftirfarandi ritað um flokkaskiptingu og keppnisgreinar í aldursflokkum

4 Reglugerð um flokkaskiptingu og keppnisgreinar í aldursflokkum

4.1 Aldursflokkaskipting 
Keppendum í hestaíþróttum er skipt í eftirfarandi aldursflokka og miðast aldur við almanaksárið, þannig að keppendur séu á tilgreindum aldri árið sem keppnistímabil hefst.

Keppnisgreinar hvers aldursflokks eru sem hér segir: 

  • Pollar (9 ára á árinu eða yngri): Pollatölt og pollafjórgangur. Ekki skal keppt í pollaflokki á Íslandsmóti. 
  • Börn (10 - 13 ára á keppnisárinu): T1 tölt, V1 fjórgangur, fimi A og hindrunarstökk. Aldurstakmörk fyrir barnaflokk eru bindandi, þ.e. þótt ekki sé boðið upp á pollaflokk mega yngri knapar ekki keppa í barnaflokki. 
  • Unglingar (14 - 17 ára á keppnisárinu): T1/T3 tölt, T2/T4 tölt, V1/V2 fjórgangur, F1/F2 fimmgangur, PP1 gæðingaskeið, 100 m skeið P2, fimi A og hindrunarstökk. 
  • Ungmenni (18 - 21 ára á keppnisárinu): T1/T3 tölt, T/2T4 tölt, V1/V2 fjórgangur, F1/F2 fimmgangur, PP1 gæðingaskeið, ,P2 100m skeið, fimi A2 og hindrunarstökk. 
  • Opinn flokkur: T1/T3 tölt, T2/T4 tölt , V1/V2 fjórgangur, F1/F2 fimmgangur, PP1 gæðingaskeið, P3 150 m, P1 250 m. skeið, P2 100 m skeið FS1 og hindrunarstökk.

Þátttökuréttur í hlaupagreinum sem ræstar eru úr kyrrstöðu skal við miðast við að knapi verði að lágmarki 14 ára á árinu. Keppandi sem ekki hefur náð 16 ára aldri skal framvísa skriflegu leyfi foreldris/forráðamanns.

 

4.2 Styrkleikaskipting opins flokks

  • 2. flokkur: Hugsaður fyrir minna vant keppnisfólk. Hámark 3 keppendur inni á vellinum í einu. Til dæmis T3, T4, V2 og F2. Fyrir þennann flokk má nota venjulegar greinar og einnig léttari keppnisgreinar fyrir minna vant keppnisfólk eins og V5, T7 og fleiri greinar sem finna má í kafla um keppnisgreinar. 
  • 1. flokkur: Hámark 3 keppendur inni á vellinum í einu svo sem greinum T3, T4, V2 og F2 og fleirum. 
  • Meistaraflokkur: Í Meistaraflokki skulu notaðar hringvallargreinar þar sem keppendur eru einir inn á vellinum í einu; T1, T2, V1 og F1. Þar mega allir taka þátt og er hann hugsaður fyrir reynt keppnisfólk.

Rísi ágreiningur um flokkaskiptingu keppenda, hefur mótsstjórn úrskurðarvald.

Keppendum í yngri flokkum er heimilt að keppa í næsta aldursflokki fyrir ofan sinn flokk, sé ekki boðið upp á viðkomandi keppnisgrein í þeirra flokki Þó er þar sú undantekning 
gerð að börn 9 ára eða yngri mega ekki keppa í barnaflokki.

Frekari upplýsingar um lög og reglur í keppnum LH má finna hér: Lög og reglugerðir vegna keppni á vegum LH, mars 2013-1

Hér má svo sjá yfirlit yfir keppnisgreinar. Flokkaskipting allir flokkar
 

Vonum við að þetta hjálpi keppendum við val á flokk og keppnsigreinum.

Með kveðju, Mótanefnd Sörla