Ert þú að undirbúa keppni sem knapi eða hesteigandi?

Þá þarft þú að mæta á Sörlastaði fimmtudaginn 12. nóvember kl. 20:00

Stjórn Sörla ætlar að halda stefnumótunarfund um mótahald 2016. Við leitum að þínum hugmyndum og skoðunum um næsta keppnistímabil.

  • Verðum við að hafa 10 vetrarmót?
  • Eiga allir keppendur að fá bikar fyrir þátttöku?
  • Þurfum við úrtöku fyrir landsmót?

 

Fundur sem þú mátt ekki sleppa.

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll