Sýnikennslunni með Huldu Gústafsdóttur sem átti að vera 25. janúar verður frestað til 1. febrúar.  Hulda mun halda sýnikennslu þar sem hún sýnir hvernig hún byggir upp fjórgangshest fyrir keppni. Margir þekkja til Huldu en hún var m.a. Íslandsmeistari í fimmgangi á Birki frá Vatni og sigraði fjórganginn í meistaradeildinni á Aski frá Laugamýri.

Aðgangseyrir  kr. 1.500 fyrir 18 ára og eldri en frítt fyrir þá yngri.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll