Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 3. mars 2020 - 16:30
Vettvangur: 

 

Í mars  verður Þorvaldur Árni Þorvaldsson  með 4 vikna reiðnámskeið fyrir áhugasama Sörlafélaga. Kennt verður á þriðjudögum,  hver tími er 45 mínútur og verða 2 nemendur saman í  hverri kennslustund.

Námskeiðið verður  þriðjudagana 3. mars , 10. mars, 17. nars og 24. mars.

Þorvaldur Árni Þorvaldsson er reiðkennari frá Hólaskóla og hefur mikla reynslu af bæði keppnis og kynbótabrautinni. Þorvaldur hefur átt farsælan feril með hinum ýmsu hrossum.

Hann er eftirsóttur kennari ekki bara hér heima heldur erlendis líka.

Fyrstu 14 sem skrá sig komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.

Námskeiðsgjald er 24.000 kr.

Það er orðið fullt á námskeiðið og 5 aðilar komnir á biðlista.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll