Getur hesturinn þinn verið þungur í beisli? Vantar að láta skerpa á ábendingum? Eða langar þig að bæta samband þitt og þíns hest?
Í febrúar verður Ásta Kara Sveinsdóttir með 4 vikna reiðnámskeið fyrir áhugasama Sörlafélaga. Kennt verður á þriðjudögum í 45 mínútna tveggja manna hópum, að undanskildum 4 febrúar. Sem er jafn framt fyrsti tíminn en þá verða 30 mínútna einkatímar þar sem kennari prófar hestinn. Tímarnir munu fara fram á kvöldin eða frá kl 18:00 – 22:00
Kennari er Ásta Kara Sveinsdóttir en hún er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Ásta Kara hefur starfað sjálfstætt í Sörla síðustu 2 vetur en fyrir það starfaði hún í 2 ár á Árbakka hjá þeim Hinriki Bragasyni og Huldu Gústafsdóttur. Ásta hefur leitað þekkingu víða en hún hefur unnið á nokkrum hestabúgörðum hér á Íslandi sem og í Ameríku og Þýskalandi.
Fyrstu 10 sem skrá sig komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.
Námskeiðsgjald er 22.000 kr.
Það er orðið fullt á námskeiðið og kominn biðlisti.