Gæðingamót Sörla fer fram dagana 5.júní – 7.júní 2015. Skráning hefst á í dag fimmtudag 28.5 og lýkur á miðnætti mánudag 1. júní. Ekki verður tekið við skráningum eftir að skráningarfresti lýkur.
Boðið verður upp á eftirfarandi keppnisgreinar:
· A-flokk gæðinga
· A-flokk gæðinga áhugamenn
· B-flokk gæðinga
· B- flokk gæðinga áhugamenn
· Ungmenni
· Unglingar
· Börn
· Skeið 100m,
· Tölt T1 - Opinn flokkur
· Unghross (fædd 2010)
· Pollagæðingakeppni – vanir pollar
· Pollar teymdir og pollar ríðandi
Pollum er ekki sætaraðað en allir frá þátttökuverðlaun. Pollum er ekki heimilt að mæta á stóðhestum.
Skráning:
Skráning fer fram á sportfengur.com
Almennt skráningargjald í gæðingakeppnina er kr 4.000kr. en 3000kr. fyrir börn og ungling og fyrir pollagreinar 1.000kr. Athugið: Skráning fer ekki fram fyrr en skráningargjald hefur verið greitt! Þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokk verða að tilkynna það með því að senda póst á motanefndsorla@gmail.com.
Athugið: Sportfengur bíður ekki upp á flokkinn unghross né polla.
Því þarf að skrá eftirfarandi:
· Skráning í unghrossakeppni: Annað / Opinn flokkur
· Skráning í pollaflokk: Annað / Annað
Þeir sem skrá polla í gæðingakeppnina verða að tilkynna það með því að senda póst ámotanefndsorla@gmail.com
Nánar um unghrossakeppnina:
Það hefur lengi tíðkast hjá Sörla að bjóða upp á flokk unghrossa á gæðingamóti Sörla. Það eru hross sem verða 5 vetra á því ári sem mótið er haldið. Í ár eru það hross sem eru fædd 2010
Í þessum flokk, ólíkt öðrum flokkum á gæðingamóti eru nokkur hross saman í holli, mest þrjú hross. Þulur stýrir og er riðið skv. því sem hann gefur fyrirmæli um. Riðið er:
- Hægt tölt
- Brokk
- Fet
- Stökk
- Frjáls ferð
Dæmt er eftir gæðingaleiðara og er því að auki dæmt fyrir:
- Vilja og geðslag
- Fegurð í reið
Mótanefnd Sörla áskilur sér rétt til þess að fella niður keppnisflokka ef þátttaka telst ekki næg.
Dagskrá verður fljótlega birt eftir að vitað er um fjölda þátttakenda.
Athugið að hestur verður að vera í eigu félagsmanns Sörla.
með kveðju, Mótanefnd Sörla