Dagana 23. og 24. maí verður Krýsuvíkurtúrinn farinn. Laugardaginn 23. maí kl. 12:00 er riðið frá Sörlastöðum í Krýsuvík og svo til baka frá Krýsuvík á sunnudeginum 24. maí. Hestarnir eru geymdir þar í hólfi yfir nóttina og verður þeim gefið (ef veður leyfir, annars verður riðið til baka um kvöldið). Það tekur um það bil 3,5 klst. að ríða til Krýsuvíkur, en það fer líka eftir veðri og hversu löng stoppin verða.

Athugið að fólk þarf að láta sækja sig til Krýsuvíkur á laugardeginum og aka sér þangað aftur á sunnudeginum.

Vinsamlegast skráið ykkur og fjölda hesta á g.karlsson@simnet.is svo að hægt verði að áætla heymagn fyrir helgina.

Hestar í fótbolta í Krýsuvík, Sörli
Frá: 
Ferðanefnd
Vettvangur: