Stjórn Húseigandafélags Hlíðarþúfna vill þakka öllum þeim sem komu og tóku þátt í hreinsunardegi Sörla og smíðadeginum í Hlíðarþúfum laugardaginn 9.maí
Þetta var frábær dagur og veðrið lék við okkur. Hátt í 50 manns tóku þátt og hverfið okkar hreinsað auk þess að það voru gengnir reiðstígarnir Skógarhringurinn, Kaldárselsvegurinn báðum megin og svæðið fyrir ofan Hlíðarþúfur. Reiðstígurinn upp að golfvelli Oddfellova og einnig hreinsaður.
Í Hlíðarþúfum var smíðað reiðgerði og var alveg ótrúlegt að sjá að það voru yfir 20 manns að vinna í því samtímis þegar mest var.
Gekk smíðin vonum framar og hefði smíðavinnan klárast ef nægilegt timbur hefði verið á staðnum en úr því verður bætt eftir helgi og smíðavinnan kláruð þá. Stefnt er að því laga kantinn í kringum gerðið og sá í hann síðar.
Er almenn ánægja með þessa framkvæmd og verður þetta reiðgerði hverfinu og hestamennskunni til framdráttar.
Eftir tiltektina var farið upp að Sörlastöðum þar sem stjórn Sörla bauð upp á grillaðar pylsur og drykki. Við þökkum stjórn Sörla fyrir það.
Við getum lyft upp Grettistaki ef að samstaðan í Hesthúsahverfinu okkar er svona góð.
Vonumst við til að húseigendur í Hlíðarþúfum haldi þessum dugnaði áfram í sumar og og geri skurk í því að laga húsin sín að utan þannig að ásýnd hverfisins verði öllum til fyrirmyndar.
Að lokum aftur takk ,takk ,takk fyrir hjálpina. Þið eruð frábær !
Kveðja
Stjórn Húseigendafélags Hlíðarþúfna