Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 7. maí 2015 - 9:13

Hreinsunar og umhverfisdagur Sörla

 í Hlíðarþúfum laugardaginn 9. maí.

Laugardaginn næstkomandi verður hreinsunar- og umhverfisdagur í Hlíðarþúfum og því hvetjum við alla til að koma og taka þátt.

Dagurinn hefst kl 10.00 og endar með grilli

Til stendur að hreinsa hverfið okkar og næsta nágrenni þ.e. hlíðina fyrir ofan við Hlíðarþúfur, meðfram reiðveginum í skógarhringnum og Kaldárselsveginum.

Leggjum okkur öll fram við að halda hverfinu okkar hreinu og laga hesthúsin okkar svo sómi sé af.

Húseigandafélagið er búið að ná samningi við Húsasmiðjuna um að fá málningu á hesthúsin með afslætti (þessa 4 liti sem eru á húsunum

• Á þakið = ÞOL þakmálning, litur JARÐRAUTT

• Á bárujárnsveggina = ÞOL þakmálning, litur SILKIGRÁTT.

• Á allt timbur (einnig gluggakarma og hurðir) = Olíu KJÖRVARI þekjandi, litur DÖKKBRÚNT.

• Á sökkulinn = ÞOL þakmálning, litur GRÁTT. )

Þeir sem vilja nýta sér þennan afslátt gefi upp kennitölu Húseigandafélagsins 581000 2780 þegar málningin er versluð.

 Við skorum á alla hesthúsaeigendur í hringjunum og 500 línunni til að taka sig saman, laga þakkanta og mála það sem þarf að mála því að það auðveldar allt þegar margar hendur vinna saman. Einnig verður smíðað reiðgerði og tré hringgerðið lagfært. Ef einhverjir geta séð sér fært að hjálpa til með það eru þeir jafnframt beðnir um að gefa sig fram við stjórn.

Hestamenn og konur  verum stolt hestafólk  í fallegu og hreinu  umhverfi sem er öllum til sóma.

Stjórn húseigandafélagsins í Hlíðarþúfum